BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gísli með nýjan 3 ára samning

30.03.2017

Baráttujaxlinn Gísli Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Gísli sem er 22 ára gamall miðjumaður á að baki 46 leiki með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað 6 mörk í þessum leikjum.

Eins og margir aðrir góðir knattspyrnumenn hóf hann meistaraflokksferil sinn sem lánsmaður hjá Augnablik árið 2013. Einnig hefur hann tímabundið farið á láni til Hauka og Víkings Ó. En í fyrra vann hann sér fast sæti í Blikaliðinu og var einn af bestu leikmönnum liðsins. Það verður gaman að sjá hvernig þessi öflugi leikmaður mun halda áfram að vaxa og dafna á komandi árum.

-AP

Til baka