BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gísli Martin Sigurðsson með 3 ára samning

20.12.2016

Hinn 18 ára gamli bakvörður Gísli Martin Sigurðsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.  

Hann er réttfættur, fljótur, aggressívur, mjög sókndjarfur með mikla hlaupagetu.  Lykilleikmaður í Íslandsmeistaraliði  2.flokks liði Breiðabliks í sumar. 

Það verður gaman að fylgjast með Gísla Martin næstu árin enda hefur honum farið mjög fram sem knattspyrnumanni undanfarin misseri.

Blikar óska Gísla Martin til hamingju með samninginn og hlakka til að að fylgjast með honum í framtíðinni.

Til baka