BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gísli lánaður til Mjallby AIF

08.12.2018

Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson hefur verið lánaður til sænska 1. deildarliðsins Mjallby AIF.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2019 og til loka ársins. Mjallby hefur síðan forkaupsrétt að Gísla að loknu lánstímabilinu. Meira>

Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita þá er þjálfari sænska liðsins góðkunningi okkar Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Blikaliðsins. Milos þjálfaði okkur hluta sumarsins 2017 og veit því allt um hæfileika Gísla á knattspyrnuvellinum. Milos sagði meðal annars í viðtali við fotbolta.net árið 2017 að hann hefði mikla trú á því að Gísli gæti náð langt. Meira>

Gísli sem er 24 ára gamall hefur verið einn besti leikmaður Pepsí-deildarinnar undanfarin ár. Hann byrjaði 2018 tímabilið af miklum krafti og var “Gísli var allt í öllu í liði Breiðabliks” eins og blaðamaður orðaði það. Í lesendakosningu Pepsímarkanna á Vísi var Gísli í efsta sæti í vali um besta leikmanninn í Pepsi karla í apríl-maí 2018. Meira>

Leikmaðurinn á að baki 103 mótsleiki með Blikaliðinu og hefur skorað 24 mörk í þeim leikjum. Einnig hefur Gísli spilað á lánssamningi hjá Víkingi Ó, Haukum og Augnablik.

 

 

Það verður spennandi að sjá hvernig Gísli stendur sig í Svíþjóð. Við Blikar sjáum auðvitað eftir leikmanninum en skiljum mjög vel að hann viljið spreyta sig á erlendri grundu. Heija Gísli!


 

Til baka