BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gísli hjá Haugasundi

09.01.2018

Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson dvelur nú í nokkra daga hjá norska úrvalsdeildarliðinu FK Haugesund við æfingar og keppni. Norðmennirnir hafa fylgst með Gísla í nokkurn tíma og fengu leyfi hjá Breiðablik til að fá að skoða leikmanninn á heimavelli sínum. Liðið hefur verið í efstu deild í Noregi síðan árið 2009 en aldrei náð að sigra í deild eða bikar. Bærinn Haugesund er á vesturströnd Noregs mitt á milli Stavanger og Bergen.

Sjónvarp félagsins er á tánum og sagði frá komu Gísla til félagsins, tók þjálfarann tali og síðan fékk Gísli sjálfur að spreyta sig. En sjón er sögu ríkari! (hér)

Til baka