BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gísli Eyjólfsson til Breiðabliks!

26.06.2019

Miðjumaðurinn snjalli Gísli Eyjólfsson mun snúa aftur til Breiðabliks eftir rúmlega hálfs árs dvöl á láni hjá sænska 1. deildarliðinu Mjallby. Viðræður milli félaganna og Gísla hafa staðið yfir í nokkra daga en þær hafa nú skilað þessari frábæru niðurstöðu fyrir okkur.

Það þarf vart að taka fram hve mikil styrking þetta er fyrir Breiðabliksliðið í þeirri baráttu sem framundan er enda hefur Gísli hefur verið einn albesti leikmaður íslensku deildarinnar undanfarin ár.

Velkominn heim, Gísli!

Til baka