BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Gísli áfram hjá Blikum

22.10.2015

Gísli Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til 2018. Gísli sem er fæddur árið 1994 spilaði sem lánsmaður hjá Haukum í fyrra og stóð sig vel. Hann átti við meiðsli að stríða framan af móti í ár en kom sterkur inn í hópinn seinni part sumar. Hann var til dæmis í byrjunarliði í síðasta leiknum gegn Fjölni og átti þar prýðisgóðan leik á miðjunni. Gísli spilaði fimm leiki fyrir Blikaliðið í sumar og þeir eiga eftir að verða fleiri.

Gísli er mjög duglegur og ósérhlífinn miðjumaður sem gefur ekkert eftir í vörn og sókn. Hann kemur með öðruvísi vídd inn í miðjuspil Blika sem gefur þjálfurunum tækifæri til að breyta um taktík eftir því hver andstæðingurinn er. Þess má geta að Gísli hóf meistaraflokksferil sinn sem lánsmaður hjá Augnablik.

-AP

Til baka