Gamlársboltinn á nýjan leik
28.12.2022/2022/image001_1_600_231.png)
Ágætu Blikar, eftir tvö mögur ár vegna Covid19 þá verður Gamlársboltinn ómissandi á sínum stað í Fífunni á Gamlársdag frá 9.30-11.30. Allir eru velkomnir að vera með! Menn mæta bara á staðinn og svo er skipt í lið. Keppendur hafa verið á aldrinum 17-77 ára af öllum kynjum.
Blikaklúbbsmeðlimir spila á endugjalds en aðrir greiða 1.000 krónur í keppnisgjald. Kvikmyndagerðarmaðurinn og knattpyrnulegendið Marteinn Sigurgeirsson mætir með kameruna og tilkynnir hver verður nýr Spá-Bliki. Sá fær Græna hattinn til varðveislu í eitt ár!
NIKE umboðið veitir góð verðlaun fyrir efstu sæti en eins og allir Blikar vita þá hefur verið gerður samningur um að Breiðablik spili í NIKE búningum næstu árin.
Við þökkum NIKE fyrir veittan stuðning!