Fyrirliðinn skrifar undir nýjan samning
13.04.2022/2022/Hoskuldur_undirskrift_600_750.jpg)
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði meistaraflokks Breiðabliks, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.
Höskuldur kom heim til Breiðabliks árið 2019 eftir að hafa leikið sem atvinnumaður með Halmstad í Svíþjóð og hefur síðan þá verið lykilmaður og leiðtogi í sterku Blikaliði. Höskuldur er 27 ára og hefur leikið 213 leiki fyrir Breiðablik og skorað í þeim 46 mörk.
Á síðastliðnu tímabili var Höskuldur frábær í stöðu hægri bakvarðar og var í kjölfarið valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik. Höskuldur hefur leikið þrjá af fjórum landsleikjum Íslands á þessu ári og á alls fjóra landsleiki fyrir Íslands hönd.
Þetta eru frábær tíðindi fyrir Blika og það verður gaman að fylgjast með þessum öfluga leikmanni á vellinum í sumar.
Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði meistaraflokks karla.