BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Guðjóni Pétri Lýðssyni

09.10.2015

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Guðjón Pétur Lýðsson hafa ákveðið að nú skilji leiðir og framlengja ekki núverandi leikmannasamning.  Sú ákvörðun er tekin sameiginlega og í fullri sátt beggja aðila.

Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Guðjóni Pétri fyrir hans góða framlag til félagsins, jafnt innan vallar sem utan, undanfarin 3 ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi sem að öllum líkindum verður erlendis ef allt gengur upp.

Guðjón Pétur vill jafnframt þakka knattspyrnudeild Breiðabliks, starfsfólki, sjálfboðaliðum, stuðningsmönnum, þjálfurum og síðast en ekki síst leikmönnum fyrir frábæra tíma hjá félaginu.

F.h. knattspyrnudeildar Breiðabliks
Eysteinn Pétur Lárusson frkv.stjóri

Guðjón Pétur Lýðsson

Til baka