BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Frábær fótbolti þrátt fyrir tap!

10.03.2023 image

Blikar lutu í gras 1:2 gegn sænska úrvalsdeildarliðinu Elfsborg í æfingaleik í Portúgal í gær. Þrátt fyrir tapið geta okkar drengir borið höfuðið hátt því leikur liðsins var mjög góður.

Við náðum hins vegar ekki að brjóta niður sterkan varnarmúr Svíanna. Mark okkar pilta setti hinn ungi og efnilegi Ágúst Orri Þorsteinsson með góðu skoti seint í leiknum eftir frábæran spilakafla þeirra grænklæddu.

Blikaliðið var mun meira með boltann í leiknum og var spilamennska liðsins ekki síðri en í leiknum gegn Brentford B. En við náðum ekki að koma knettinum framhjá Hákoni Rafni Valdimarssyn, fyrrum Gróttumanni, Í marki þeirra gulklæddu.

Einnig gerði gamli félagi okkar Sveinn Aron Guðjohnsen okkur óleik á 15. mínútu leiksins með því að skora úr fyrstu sókn síns liðs. 

Elfsborg missti mann af velli á 55. mín með rautt spjald en fengu að setja mann inn á – þetat er jú bara æfingaleikur.

En í heildina getur Blikaliðið verið mjög sátt við þessa æfingaferð. Vel var tekið á æfingum og liðið virðist vera að komast í gott spilaform.

Drengirnir okkar eru nú að pakka saman og koma til landsins um helgina. 

Næsta verkefni er úrslitaleikur í okkar riðli í Lengjubikarnum gegn Vestmanneyingum á Kópavogsvelli kl.18.30 á þriðjudaginn. ÍBV liðið hefur verið á mikilli siglingu í mótinu og dugir jafntefli til að komast áfram.

Það verður því spennandi að sjá hvernig Blikaliðið kemur til leiks eftir þessa vel heppnuðu æfingaferð til Portúgal.

-AP

Umfjöllun af vef ElfsborgBreidablik besegrades i Algarve

Blikahópurinn sem er í æfingaferðinni í Portúgal:

image

Til baka