Fótbolta.net mótð 2022: Leiknir R. – Breiðablik
12.01.2022Næsti andtæðingur okkar manna í Fótbolta.net mótinu er lið Leiknismanna í Breiðholti.
Leikið verður á þeirra heimavelli og hefst leikurinn kl.18:00 á föstudaginn.
Leikurinn á föstudaginn verður fyrsta viðureign liðanna í Fótbolta.net mótinu frá upphafi.
Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi
Keflavík var fyrst liða til að vinna Fótbolta.net mótið. Breiðablik hefur sigrað mótið oftast eða alls 5 sinnum.
Breiðablik: 2012, 2013, 2015, 2019, 2021.
Stjarnan: 2014, 2018.
Keflavík: 2011.
ÍBV: 2016.
FH: 2017.
ÍA: 2020.
Dagskrá
Flautað verður til leiks kl.18:00 á föstudag.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að skunda upp í Breiðholt og sjá strákana okkar spila.
Ef menn komast ekki þá er hægt að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á vegum Leiknismanna í gegnum Spiideo Play. Það er hins vegar ekki án endurgjalds. Það kostar 3,90 evrur eða um 560 íslenskra krónur að horfa á leikinn í beinni útsendingu.
Hér er slóð í útsendinguna hjá Spiideo Play : Fótbolta.net mótð 2022: Leiknir R. – Breiðablik kl.18:00.
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!