BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fótbolta.net mótð 2022: Breiðablik - Keflavík

05.01.2022 image

Fyrsti mótsleikur Blikamanna á árinu 2022 er í Fótbolta.net mótinu. Þetta er 12. árið sem mótið er haldið.

Andstæðingur okkar manna er lið Keflvíkinga frá Reykjanesbæ. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.13:00 á laugardaginn.

Leikurinn á laugardaginn verður 7. viðureign liðanna í Fótbolta.net mótinu frá upphafi mótsins árið 2011 og fyrsti heimaleikur Blika gegn Suðurnesjaliðinu. Allir leikir liðanna í mótinu hafa farið frá í Reykjaneshöllinni nema þegar liðin léku til úrslita 2013 í Kórnum.

Breiðablik hefur sigrað alla 7 leikina. Liðin léku síðast 2021 og þar áður 2017, en flestir leikirnir eru á upphafsárum mótsins 2011-2014. 

11.01 10:00
2014
Keflavík
Breiðablik
2:4
4
1
Fótbolti.net | riðill 1. leikur
Reykjaneshöllin | #

02.02 13:30
2013
Breiðablik
Keflavík
3:0
5
Fótbolti.net | Úrslit
Kórinn | #

14.01 10:00
2012
Keflavík
Breiðablik
1:2
2
Fótbolti.net | 1. umferð
Reykjaneshöllin | #

15.01 15:31
2011
Keflavík
Breiðablik
1:2
1
Fótbolti.net | 1. umferð
Reykjaneshöllin | #

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi

Keflavík var fyrst liða til að vinna Fótbolta.net mótið - sigruðu ÍBV 4:3 í úrslitaleik í Kórnum í febrúar 2011. Breiðablik hefur sigrað mótið oftast eða alls 5 sinnum. 

Breiðablik: 2012, 2013, 2015, 2019, 2021.

Stjarnan: 2014, 2018. 

Keflavík: 2011.

ÍBV: 2016.

FH: 2017.

ÍA: 2020.

Dagskrá

Veðurspálin fyrir laugardag er ágæt. Skýjað, 5°C og smá vindur.

Flautað verður til leiks kl.13:00!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Bein útsending verður frá leiknum í boði BlikarTV

Til baka