BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Fjórir efnilegir Blikar lánaðir

21.07.2016
Mikil eftirspurn er eftir leikmönnum frá okkur á láni. Við höfum þegar sagt frá láni Guðmundur Friðrikssonar í úrvalsdeildarliðs Þróttar en í dag var gengið frá láni fjögurra efnilegra 2. flokksleikmanna til liða úti á landi. Óskar Jónsson og Ólafur Hrafn Kjartansson fara í 1. deildina til Þórs á Akureyri og Aron Snær Friðriksson og Sólon Breki Leifsson fara til Vestra á Ísafirði. Allir þessir leikmenn hafa verið í meistaraflokkshópnum á þessu tímabili og verið lykilmenn í sterkum 2. flokki Breiðabliks.
 
Blikar.is sendir þessum drengjum baráttukveðjur og vonar að þetta verði gæfuspor á þeirra ferli!
 
Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka