BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Finnur Orri til FH

27.01.2022 image

Knattspyrnumaðurinn knái Finnur Orri Margeirsson er á leið í Hafnarfjörðinn. Knattspyrnudeildir Breiðabliks og FH hafa náð samkomulagi um þau félagaskipti. Finnur Orri sem er 8. leikjahæsti maður Breiðabliks frá upphafi með 262 leiki og 7 mörk.

Aðeins 16 ára gamall var Finnur Orri byrjaður að fá mínútur með Blikaliðinu í Lengjubikarnum árið 2008. Fyrsti mótsleikurinn Finns var gegn Grindvíkingum í Reykjaneshöllinni í febrúar 2008 þegar hann kom inn á 62. mín. Hann kom svo við sögu í 4 öðrum leikjum í Lengjubikarnum.

Í júní sama ár, þá rétt orðinn 17 ára, var Finnur Orri orðinn byrjunarliðsmaður frá fyrsta leik í Bikarkeppni KSÍ og í 14 síðustu leikjum Íslandsmótsins 2008.

Fyrsti leikur Finns Orra í efstu deild var gegn Keflvíkingum á Kópavogsvelli 30. júní 2008. Hann á að baki 262 mótsleiki með Blikaliðinu og var lengst af  yrirliði liðsins.

image

Finnur Orri í leik gegn KR á Kópavogsvelli sumarið 2021. Mynd: HVH

Árið 2015 hélt hann í víking til Noregs en kom fljótlega aftur til Íslands.

Hann samdi þá við KR og lék með vesturbæjarliðinu til ársins 2020.

Finnur Orri kom aftur til okkar Blika í fyrra og kom við sögu í 19 leikjum og átti meðal annars magnað innkomu í fræknum sigri á KA á Akureyri.

En nú skilja leiðir og senda blikar.is honum bestu kveðjur fyrir frábært framlag til félagsins.

image

Til baka