BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

FH – Breiðablik í Fótbolta.net mótinu 2020

25.01.2020

Breiðabliksliðið mætir liði FH í 3. umferð Fótbolta.net mótsins 2020 í Skessunni við Kaplakrika á laugardaginn kl.10.45.

Þetta er þriðji leikur beggja liða í Fótbolta.net mótnu í ár: FH-ingar gerðu 0:0 jafntefli við ÍBV og töpuðu 2:1 gegn HK-ingum. Blikaliðið lagði HK 1:6 í fyrsta leik og vann 2:0 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli um síðustu helgi.  

Blikum nægir jafntefli í leiknum til að komast í úrslit á mótinu. En það er ljóst að okkar piltar mæta ekki í Hafnarfjörðinn fyrir minna en 3 stig!

Leikur Breiðabliks og ÍBV á laugardaginn er 111. mótsleikur liðanna frá upphafi og 7. innbyrðis leikur liðanna í Fótbolta.net mótinu.

Tölfræðin fellur ekki með Blikum – aðeins 1 sigur (2015) í sex leikjum >nánar.

Um Fótbolta.net mótið:Breiðablik hefur fjórum sinnum unnið Fótbolta.net mótið. Fyrst 2012 í úrslitaleik gegn Stjörnunni og svo aftur árið eftir í úrslitaleik gegn Keflavík. Árið 2015 vinna Blikar mótið eftir úrslitaleik við Stjörnuna. Og Blikar unnu mótið í fyrra eftir 2:0 sigur í úrslitaleik við Stjörnuna.

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:

  • 2011: Keflavík
  • 2012: Breiðablik
  • 2013: Breiðablik
  • 2014: Stjarnan
  • 2015: Breiðablik
  • 2016: ÍBV
  • 2017: FH
  • 2018: Stjarnan
  • 2019: Breiðablik

Leikur FH og Breiðabliks fer fram í Skessunni við Kaplakrika á laugardag klukkan 10:45!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka