BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Eyþór Aron Wöhler gengur til liðs við Breiðablik

31.10.2022 image

Breiðablik hefur fengið sóknarmanninn Eyþór Aron Wöhler til liðs við sig og gert við hann 2 ára samning. Eyþór Aron kemur til Breiðabliks frá ÍA, þar sem hann hefur leikið undangengin tvö leiktímabi en samningur hans við ÍA rann út eftir að tímabilinu lauk. 

Aron er kraftmikill sóknarmaður sem getur leyst allar femstu stöður, hann hefur vakið athygli fyrir mikinn dugnað og ósérhlífni auk þess að vera lunkinn fyrir framan mark andstæðingana.

Eyþór kom við sögu í 25 leikjum ÍA í Bestu deildinni 2022 og skoraði 9 mörk.

Ólafur Helgi Kristjánsson yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik segir: „Við erum mjög ánægðir að hafa náð í Eyþór sem hefur mörg karakter einkenni sem við viljum sjá hjá leikmönnum okkar, hann er vinnusamur liðsmaður sem leggur sig alltaf allan fram fyrir liðið. Einnig hefur hann sýnt að hann hefur markanef og 9 mörk í 25 leikjum bera vott um það. Við teljum að Eyþór hafi mikla möguleika á að bæta sig sem leikmaður í okkar umhverfi og verða enn betri á komandi árum.“

Við bjóðum Eyþór Aron hjartanlega velkominn til Breiðabliks og hlökkum til að sjá hann inn á vellinum.

Til baka