BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Eyjólfur Héðinsson ráðinn til Blika

18.11.2022 image

Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari hjá elstu flokkum karla í Breiðabliki. Hann kemur til með að hafa yfirumsjón með skipulagningu, utanumhaldi og þjálfun einstaklinga í elstu flokkum karla, í nánu samstarfi við Ólaf Kristjánsson yfirmann knattspyrnumála og þjálfara flokkana.

Eyjólfur mun einnig vera í þjálfarateymi meistaraflokks karla, þar sem hann mun halda utan um aðlögun yngri leikmanna inn í meistaraflokkshópinn, ásamt því að vera einn af þjálfurum meistaraflokks undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar.

Eyjólfur býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem leikmaður bæði hérlendis, sem og í atvinnumennsku erlendis.

Með ráðningu Eyjólfs er stigið skref í átt að enn frekari eflingu þess góða afreksstarfs sem unnið hefur verið í félaginu hingað til.

image

Meistaraflokkur karla 2022

Til baka