BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Evrópudeild UEFA 2019: Breiðablik – Vaduz fimmtudag 11. júlí kl.20.00!

11.07.2019

Næsti andstæðingur okkar Blika er Vaduz frá Liechtenstein í Evrópudeild UEFA á Kópavogsvelli á fimmtudaginn kl. 20:00! Þetta er fyrri leikur liðanna en seinni leikurinn mun fara fram í Leichtenstein á fimmtudaginn í næstu viku. Forsala miða er hafin í afgreiðslu Smárans og einungis er hægt að komast inn á völlinn með aðgöngumiða. Miðaverð er kr. 2.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Nú er mikilvægt að allir Blikar mæti á völlinn og styðji við liðið enda ekki á hverju ári sem liðið er í Evrópukeppni og liðið er staðráðið í að reyna að komast áfram í næstu umferð.

Vaduz leikur í svissnesku B deildinni sem er firnasterk og hefur leikmenn frá Slóvakíu, Serbíu, Tyrklandi, Senegal, Benín og Austurríki innan sinna raða. Liðið vann fyrir 10 dögum síðan hið geysisterka lið Young Boys frá Bern í Sviss í æfingaleik 1:0.

Síðustu leikir liðanna í sínu heimalandi

Okkar menn Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði og Guðmundur Steinarsson aðstoðarþjálfari léku báðir með Vaduz árið 2009. Þjálfarinn var Pierre Littbarski, sá frábæri kantmaður þýska landsliðsins sem fór alla leið í úrslit á HM 1982. Segir ekki reyndar mikið af þjálfaraferli Littbarskis síðan.

Við fyrstu sýn má ætla að hér séu á ferðinni andstæðingur sem Breiðablik ætti að ráða við. En allt vanmat og að gefa sér góð úrslit fyrirfram er auðvitað stórhættulegt.

Liechtenstein er smáríki í Ölpunum. Þetta er furstadæmi sem liggur milli Sviss og Austurríkis og er með sama íbúafjölda og Kópavogur, 37.000 manns. Þetta er skattaparadís útvalinna og íbúarnir ekki verið þekktir fyrir knattspyrnuiðkun. 

En við getum alveg rifjað upp að það er ekki lengra síðan en áratugur að Liechtenstein sigraði Ísland 3-0 á Rínarleikvanginum í Vaduz - og Ísland var með Eið Smára innanborðs þá.

Vanmat er því bannorð hér og það verður spennandi að sjá hvernig okkur gengur í alþjóðakeppni eftir hlé síðan 2016. 

Heimaleikir Breiðabliks í Evrópudeild UEFA.

30.06.2016. 1. umf. Undankeppni - fyrri leikur. FK Jelgava 2:3 meira>

04.07.2013: 1. umf. Undankeppni - fyrri leikur. FC Santa Coloma 4:0 meira>
18.07.2013: 2. umf. Undankeppni - fyrri leikur. Sturm Graz 0:0 meira>
08.08.2013: 3. umf. Undankeppni - seinni leikur. FC Aktobe 1:0. Breiðablik vinnur leikinn 1:0 en tapar í vító meira>

22.07.2010: 2. umf. Undankeppni - seinni leikur. Motherwell FC 0:1 meira>

Dagskrá

Forsala miða á Evrópuleik Breiðalbiks og FC Vaduz er hafin í Smáranum. Miðaverð er kr. 2.500 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Aðeins er selt í ákveðin hólf á vellinum og takmarkaður fjöldi miða í boði.

Nýr Evrópubúningur Breiðabliks er í sölu hjá Errea í Bæjarlind. Takmarkað magn í boði. 

Það verður börger á grilli og rjúkandi kjötsúpa. Sparkvellir verða á sínum stað fyrir krakkana.

Mætum snemma og styðjum Blikaliðið til sigurs!

Leikur Breiðabliks og Vaduz verður flautaður á kl.20:00!

Hér sést Evróputrefillinn góði sem menn geta fest kaup á fyrir leikinn í kvöld. Verðið er aðeins 3.500 krónur sem er gjöf en ekki gjald!


Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka