BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ernir með 3 ára samning

30.04.2015

Knattspyrnumaðurinn efnilegi Ernir Bjarnason hefur skrifað undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Hann er 18 ára gamall sókndjarfur miðjumaður og hefur oft verið fyrirliði yngri flokka Breiðabliks. 

Ernir á að baki 14 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og 8 leiki með meistaraflokki Breiðabliks.

Ekki er ólíklegt að Ernir verði lánaður í eitthvað lið í sumar til að hann fái mikilvæga leikreynslu með meistaraflokki.

Til baka