BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Ernir Bjarnason gerir tveggja ára samning við Breiðablik

04.12.2013

Ernir Bjarnason hefur gert tveggja ára samning við Breiðablik.

Ernir Bjarnason kemur úr hinum geysiefnilega 1997 árgangi drengja hjá Breiðablik. Hann var fyrirliði 3.flokks í sumar og leiddi lið sitt til Íslandsmeistaratitils.

Ernir hefur leikið 10 U17 landsleiki og skorað í þeim leikjum 2 mörk ásamt því að vera fyrirliði U17 ára landsliðsins í síðustu leikjum. U17 ára landsliðið er m.a. búið að tryggja sig í milliriðil Evrópukeppni U17 og hefur frammistaða hans á undanförnum árum ekki farið fram hjá erlendum atvinnumannaliðum og hefur hann verið boðið til æfinga hjá Norwich, FC Copenhagen og Esbjerg.

Knattspyrnudeild Breiðabliks væntir mikils af Erni og óskar honum til hamingju með fyrsta samninginn sinn.

Til baka