BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elías Rafn Ólafsson seldur til dönsku meistarana

17.07.2018

Breiðablik og FC Midtjylland hafa komist að samkomulagi um að Elías Rafn gangi til liðs við síðarnefna félagið núna í júlí.  FC Midtjylland urðu danskir meistarar í annað sinn í vor.

Elías Rafn byrjaði ungur að æfa knattspyrnu með Breiðablik hefur verið í félaginu frá upphafi fyrir utan einn vetur sem fjölskyldan bjó á Húsavík. Hann hefur verið reglulegur partur af meistaraflokkshópi Breiðabliks undanfarin tvö keppnistímabil en sumarið 2017 var Elías lánaður í FH til að æfa með meistaraflokki þeirra.   Elías hefur leikið 3 unglingalandsliðsleiki fyrir Íslands hönd með U17 í knattspyrnu en hann á líka fjölda unglingalandsleikja og einn A landsleik í blaki.

Elías er fjórði leikmaðurinn úr 2000 árganginum sem gengur til liðs við atvinnumannalið erlendis. Fyrr í sumar fór Patrik S. Gunnarsson til Englands og á síðasta ári fóru þeir Arnór Borg Guðjohnsen og Ágúst Eðvald Hlynsson til erlendra liða.

Blikar óska Elíasi til hamingju með þennan áfanga og um leið velfarnaðar á nýjum slóðum. Það verður gaman að fylgjast með okkar manni hjá dönsku meisturunum.

Til baka