BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elías Rafn Ólafsson með samning

17.12.2016

Elías Rafn Ólafsson 16 ára markvörður er einn yngsti leikmaðurinn sem skrifar undir leikmannasamning við Blika þetta haustið.  Hann er 195 cm á hæð og hefur  góða líkamsbyggingu til að ná langt sem markmaður.  

Elías Rafn er fjölhæfur íþróttamaður sem hefur bæði spilað með U-17 ára Íslands í knattspyrnu  og A-landsliði Íslands í blaki.  

Elías Rafn fór til Nordsjælland síðasta vetur og ætla Danirnir að fylgjast með honum í náinni framtíð.

Við óskum Elíasi Rafni og Blikum til hamingju með samninginn

Til baka