BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elfar Freyr til Horsens

05.01.2017

Elfar Freyr Helgason hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Blika. Við sama tækifæri var gengið frá lánssamning á milli knattspyrnudeildar Breiðabliks og danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Elfar heldur því til Danmerkur um næstu helgi og spilar þar næstu mánuði. Danska liðið hefur síðan forkaupsrétt á Elfari þannig að hugsanlega verður hann þar næstu árin. 

Elfar Freyr er 27 ára gamall og hefur spilað 197 leiki með meistaraflokki Breiðabliks. Hann hefur skorað 9 mörk. Elfar Freyr hefur spilað 6 leiki með U-21 árs landsliðinu og 1 A-landsleik.

Blikar óska Elfari Frey til hamingju með þetta tækifæri og óska honum velfarnaðar í Danaríki.

Til baka