BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Elfar Árni kominn heim

19.08.2013

Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður meistaraflokks, fékk að fara heim af sjúkrahúsi í morgun. Þar var hann undir eftirliti í nótt eftir harkalegt samstuð í leiknum við KR í gærkvöldi.

Elvar ber sig prýðilega. Honum er ráðlagt að taka það rólega næstu daga enda geta höfuðhögg verið varasöm.

Elfar Árni vill koma á framfæri þakklæti fyrir þann hlýja hug sem honum hefur verið sýndur af fjölmörgu knattspyrnuáhugafólki eftir óhappið.

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur lagt á það áherslu við þjálfara allra flokka félagsins og foreldra og forráðamenn iðkenda að hlúa að þeim, sérstaklega þeim sem staddir voru á leiknum í gær. Jákvæðar fréttir af Elfari Árna hafa verið mikilvægar í því verkefni.

Þeir sem telja sig þurfa meiri aðstoð geta haft samband við Knattspyrnudeildina og leitast verður við að verða við þeim óskum af fremsta megni.

Með bestu kveðjum

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Til baka