BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Davíð skrifar undir 3 ára samning við Blika

31.07.2019

Bakvörðurinn ungi og efnilegi Davíð Ingvarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Davíð sem er tvítugur hefur leikið 22 mótsleiki fyrir Blikaliðið. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Blikum árið 2017. Í fyrra lék hann hluta tímabilsins á láni með Haukum í Inkasso-deildinni.

Í ár hefur Davíð smám saman fest sig í sessi í vinsti bakvarðarstöðunni. Þar hefur hann farið vaxandi sem leikmaður og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Davíð á að baki 3 landsleiki með U-19 ára landsliði Íslands.

Blikar.is fagna þessari undirskrift og sendir þessum skemmtilega og leikna bakverði árnaðaróskir í tilefni af þessari undirskrift.

Til baka