BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Davíð með 3 ára samning

27.12.2016

Hinn 17 ára gamli Davíð Ingvarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Hann er sókndjarfur örvfættur kantmaður með gott auga fyrir spili.

Davíð spilaði stórt hlutverk í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks síðasta sumar og hefur bætt sig mikið sem leikmaður undanfarin misseri. 

Það verður gaman að fylgjast með Davíð næstu árin því hann hefur alla burði til að ná langt í knattspyrnunni.

Blikar.is fagna þessum áfanga og óska honum til hamingju með samninginn.

Til baka