BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Davíð Kristján framlengir til 2018

28.10.2015

Davíð Kristján Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Blika til ársins 2018. Þessi knái framlínumaður spilaði 9 leiki með meistaraflokknum í sumar. Davíð sem er tvítugur að aldri er mikill íþróttamaður og hefur oft skemmt áhorfendum með hraða sínum og leikni. Hann hefur alla burði til að ná langt í boltanum og fær nú tækifæri til að sýna þjálfurunum að hann eigi heima í Blikaliðinu 

Davíð Kristján var afreksmaður í fimleikum áður en hann hóf að æfa knattspyrnu. Hann hefur spilað 5 landsleiki með U-19 ára landsliði Íslands. Það verður gaman að fylgjast með Davíð Kristjáni í framtíðinni.

-AP

Til baka