BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Davíð Örn aftur heim

26.11.2021 image

Breiðablik og Víkingur hafa náð samkomulagi um félagaskipti Davíðs Arnar Atlasonar yfir í Fossvoginn aftur. Davíð Örn sem kom til okkar Blika frá Víkingum fyrir síðasta tímabil lenti í slæmum meiðslum og spilaði því mun minna í græna búningnum en ætla mætti.

Davíð Örn á að baki 150 leiki í meistaraflokki og fimm leiki með yngri landsliðum Íslands. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með KA árið 2011 en hann var um tíma á láni hjá Dalvík/Reyni.

Í heild lék hann 16 leiki með Breiðabliki síðasta sumar - 10 leiki í deildinni, 5 evrópuleiki og 1 bikarleik.

Blikar þakka Davíð Erni fyrir góð kynni og óska honum velfarnaðar á heimaslóðum.

image

Davíð Örn Atlason í leik gegn Víkingum á Kópavogsvelli í sumar.

Til baka