BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Damir skrifar undir nýjan samning við Breiðablik

04.11.2016

Damir Muminovic skrifað í morgun undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik. Damir sem er 26 ára gamall kom til liðs við Breiðablik í desember 2013 frá Víkingi Ólafsvík. Hann hefur spilað 97 opinbera leiki fyrir Blika og skorað 5 mörk.

Damir er tvímælalaust einn allra besti miðvörður á Íslandi. Hann hefur sýnt mikinn stöðugleika undanfarin ár. Hann hefur skorað 5 mörk í 56 efstu deildar leikjum með Breiðabliki. 

Damir er í dag einn allra öflugasti varnamaður deildarinnar og var til að mynda valinn í úrvalslið Pepsi-deildarinnar hjá fotbolti.net eftir nýafstaðið tímabil.

Damir var eftirsóttur af öðrum liðum eftir tímabilið en hann kaus að semja á nýjan leik við Breiðablik.

Það eru frábær tíðindi fyrir Blika að við fáum að njóta krafta hans næstu tímabil.

Nánar um Damir hér.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka