BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Damir Muminovic í Breiðablik

06.12.2013

Damir Muminovic hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik en áður hafði Breiðablik náð samkomulagi við Víking Ólafsvík um vistaskipti leikmannsins.

Damir er fæddur árið 1990 og var lykilleikmaður í liði Víkings á síðustu leiktíð. Damir lék í hjarta varnarinnar en getur einnig leyst fleiri stöður.

Damir hefur leikið með HK, Hvöt, Leikni Breiðholti á sínum ferli.

Knattspyrnudeild Breiðabliks lýsir ánægju sinni með að vera búinn að tryggja sér krafta hans á knattspyrnuvellinum næstu þrjú árin hið minnsta.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Til baka