BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Damir með nýjan 3 ára samning

07.12.2017

Miðvörðurinn snjalli Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Damir sem er 27 ára gamall hefur spilað 130 leiki með Blikunum og skorað í þeim 6 mörk. Hann kom til okkar árið 2014 og hefur verið einn besti miðvörður landsins undanfarin ár. Árið 2016 var hann til dæmis lykilmaður í vörn liðsins þegar Blikaliðið fékk aðeins 13 mörk á sig í Pepsí-deildinni. Damir hefur einnig leikið meistaraflokksleiki með HK, Leikni R. og Víkingi Ó.

Damir er ekki einungis öflugur varnarmaður heldur einnig sterkur karakter sem drífur félaga sína áfram. Það er ánægjulegt að leikmenn eins og Damir hafi metnað og framtíðarsýn til þess að fylgja Blikaliðinu inn í framtíðina með nýjum þjálfara.

Vert er að benda á þá skemmtilegur staðreynd að í dag eru nákvæmlega fjögur ár síðan Damir handsalaði fyrsta samninginn sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Blikar fagna þessum tíðindum og hlakka til að sjá hann í græna búningnum áfram næstu árin.

Til baka