BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Damir framlengir við Blika!

02.11.2015

Miðvörðurinn snjalli, Damir Muminovic, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Breiðabliks til ársins 2018. Damir, sem er 25 ára gamall, spilaði 21 leik með Blikaliðinu í sumar og skoraði 1 mark. Hann kom til Blika árið 2014 og hefur farið vaxandi með hverjum leik.  Damir var lykilmaður í sterkri vörn Blikaliðsins í sumar og var einn öflugasti miðvörður í Pepsí-deildinni.  

Damir, sem er fæddur í Serbíu en flutti til Íslands 11 ára gamall. Hann er alinn upp hjá HK en hefur einnig spilað með Leikni Breiðholti og Víkingi Ólafsvík.

-AP

Til baka