BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Damir framlengir

11.03.2022 image

Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning

Varnarmaðurinn öflugi Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Damir er 31 árs og á að baki 270 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks frá því að hann kom til félagsins árið 2014.

Hann er orðinn fimmti leikjahæsti leikmaður Breiðabliks frá upphafi og ljóst að leikirnir verða enn fleiri á komandi árum.

Damir sem hefur verið einn af bestu hafsentum deildarinnar í langan tíma lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Íslands hönd fyrr á árinu.

Damir er stór hlekkur í Blikafjölskyldunni og mikið fagnaðarefni að við fáum að njóta krafta hans áfram

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar.

image

Til baka