BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Dagur Dan í Breiðablik

29.10.2021 image

Miðjumaðurinn efnilegi Dagur Dan Þórhallsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Dagur Dan er fæddur árið 2000 og er fjölhæfur leikmaður sem leikur oftast á miðju. Dagur lék upp yngri flokkana með Fylki og Haukum en var ungur að árum seldur til Gent í Belgíu. Árið 2018 kom Dagur aftur heim til Íslands og lék þá með Keflavík í Pepsi Max deildinni. Hann stoppaði ekki lengi við á Íslandi því norska liðið Mjøndalen fékk hann á láni eftir tímabilið og var hann í kjölfarið keyptur til norska liðsins. Fyrir síðastliðið tímabil fékk Fylkir Dag að láni frá Mjøndalen og lék Dagur 20 leiki í deild með Fylki í sumar og skoraði 1 mark.

Dagur Dan á að baki 23 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim 2 mörk. Hann hefur þegar leikið þrjá leiki fyrir U-21.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur Blika að fá Dag Dan í okkar raðir og við hlökkum til að sjá hann á vellinum

Til baka