BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Daði til Jiangsu Suning

23.01.2017

Daði Rafnsson hefur samið til tveggja ára við Jiangsu Suning. Daði verður þar aðstoðarþjálfari Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar hjá kvennaliði félagsins, sem keppir í kínversku úrvalsdeildinni. 

Daði hefur þjálfað hjá yngri flokkum Breiðabliks frá árinu 2007 og var yfirþjálfari yngri flokka frá 2012-2016. "Það hefur verið ótrúlega gefandi að fá að taka þátt í starfi Breiðabliks undanfarin áratug. Ég er stoltur af afrekum alls okkar fólks og því að við eigum svo marga glæsilega fulltrúa víða um heim. Hér hefur maður kynnst mörgu góðu fólki og það er ljúfsárt að kveðja Fífuna í bili. Í Kína gefst okkur spennandi tækifæri til að vinna með leikmönnum í hæsta gæðaflokki og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Það er frábært að horft er til Íslands eftir þjálfurum sem og leikmönnum og við hlökkum til að takast á við verkefnið."  sagði Daði við fréttaritara blikar.is

Til baka