BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Brynjar Óli til Færeyja

09.03.2019

Brynjar Óli Bjarnason, tvítugur framlínumaður, hefur ákveðið að söðla um og leika með Sandoyar Íthróttarfelag B71 í B-deildinni í Færeyjum næsta sumar. Hann er einn hinna fjölmörgu ungu Blika sem hafa komið upp úr hinu öfluga unglingastarfi Breiðabliks á undanförnum árum.

Brynjar Óli er fæddur árið 1998 og var hluti af sterkum árgangi sem varð meðal annars Íslandsmeistari í 2. flokki árin 2016 og 2017. Brynjar Óli var lánaður í ÍR í fyrra en hefur nú ákveðið að fara og leika hjá vinum okkar Færeyingum á þessu keppnistímabili. Það verður gaman að fylgjast með Brynjari Óla í sumar og blikar.is óska honum alls velfarnaðar í hinu nýja og spennandi verkefni.

Til baka