BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Brynjar Óli og Gísli Martin lánaðir til ÍR

28.01.2018

Tveir af ungum og efnilegum leikmönnum Blikaliðsins, Brynjar Óli Bjarnason og Gísli Martin Sigurðsson, hafa verið lánaðir í 1. deildarlið ÍR. Strákarnir hafa verið lykilmenn í 2. flokksliði Blika undanfarin ár en voru að ganga upp í meistaraflokk í haust. Brynjar Óli er fjölhæfur sóknarmaður en Gísli Martin getur leikið bakvörð eða vængstöðuna. 

Það verður gaman að sjá hvernig þessum skemmtilegu leikmönnum gengur hjá Breiðholtsliðinu. Þess má einnig geta að ÍR-ingar hafa einnig fengið annan Blika, Aron Skúla Brynjarsson, til sín en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Val. Allir eru strákarnir fæddir 1998 og því á tuttugasta árinu.

Til baka