BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Brynjar Atli skrifar undir nýjan samning

31.05.2022 image

Markvörðurinn knái Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem gildir út keppnistímabilið 2024.

Brynjar Atli er 22 ára að aldri og kom til Breiðabliks fyrir keppnistímabilið 2020 frá uppeldisfélagi sínu Njarðvík.

Brynjar Atli hefur þegar leikið 95 meistaraflokksleiki á ferlinum og þar af fimm með Breiðablik.

Hann á að baki 6 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Brynjar Atli er mikilvægur hlekkur í meistaraflokki Breiðabliks og þess má geta að hann var kjörinn leikmaður leikmanna að loknu síðasta keppnistímabili.

Við fögnum því að Brynjar Atli sé búinn að skrifa undir nýjan samning við Breiðablik.

image

Til baka