BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Miðasala á Breiðablik – Santa Coloma. 4. júlí á Kópavogsvelli

02.07.2013

Miðasala á Evrópuleik Breiðabliks og Santa Coloma frá Andorra er byrjuð í afgreiðslu Smárans. Í dag, þriðjudag, verður opið fyrir miðasöluna frá 16.30-19.00.

Vegna reglna um Evrópuleiki má einungis selja miða í sæti. Það er því takmarkaður fjöldi miða í boði. Miðaverð er 1.900 kr fyrir fullorðna og 1.200 kr fyrir börn. Búið er að taka frá miða á besta stað fyrir meðlimi Blikaklúbbsins. Gert er ráð fyrir að hver meðlimur geti keypt tvo miða. Þessi forgangssala er einungis í gildi fram á þriðjudagskvöld. Eftir það fara óseldir miðar í almenna sölu. Við hvetjum því alla til tryggja sér miða sem fyrst. Spáin er ágæt fyrir fimmtudag þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði að mæta og sjá skemmtilegan leik!

VIP Miðar. Knattspyrnudeild Breiðabliks er að selja VIP miða á leikinn. Innifalið er: Aðgöngumiði á leikinn og sæti á vip svæði. Þriggja rétta máltíð með drykkjum á efstu hæð stúku kl 18:00 fyrir leik, stúkan opnar 17:30. Hressing í hálfleik og eftir leik þar sem þjálfarar og nokkrir leikmenn munu koma og heilsa upp á gesti. Miðinn kostar aðeins 10.000. kr. og eru örfá sæti laus. Miðapantanir hjá Knattspyrnudeild Breiðabliks (knattspyrna – hjá- breidablik.is)

Upphitun

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka