BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik OPEN 2013 - Veðurspá

26.06.2013
BREIÐABLIK OPEN 2013 - VEÐURSPÁ

Veðurglöggur rýnir rekur görn, ranglar út í sortann þylur hátt...o.s.frv." með sínu lagi.

Veðurnefndin hefur ákveðið í samráði við náttúruöflin að veðrið á Flúðum frá kl.13: 30 - 19:00 verði sem hér segir;

,,Hæg vestlæg eða suðvestlæg átt með bjartviðri og örlitlum skúrum á víð og dreif á brautum eitt til átján, en vætu að smekk hvers og eins á þeirri nítjándu. Hiti vel yfir frostmarki eða á bilinu 10 - 12 gráður í forsælu.

Veðurnefndin.

8unda opna golfmót knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldið föstudaginn 28. júní n.k. og hefst kl.13:30. Mótið fer að venju fram á Selsvelli, við Flúðir í Hrunamannahrepp. Samtímaræsing (mæting í skála kl.13:00). Leiknar verða 18 holur (punktakeppni og höggleikur, karla og kvenna).

Höggleikur - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.
Punktakeppni - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.
Nándarverðlaun - á par 3 holum.
Verðlaun - fyrir lengsta teighögg.
Teiggjöf - að hætti Breiðablik OPEN.

Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28. Verðlaunaafhending fer fram strax að móti loknu, yfir málsverði í golfskálanum að Efra- Seli.

Þáttökugjald er;

  • 7.300 - með  málsverði.
  • 3.200 - án málsverðar.

Tekið verður á móti skráningum á netfangið olibjoss(hja)gmail.com frá  3. - 27.júní.

Rita skal ,,Golfmót Breiðabliks 2013” í ,,efni/subject" og í póstinum þarf að koma fram nafn þáttakanda ásamt símanúmeri og forgjöf. Ennfremur skal taka fram ef óskað er eftir skráningum saman í holl.

Skráningarlisti verður birtur og uppfærður jafnóðum á Blikar.is.

Mótið er öllum opið.

Við lofum frábærum degi í frábæru veðri og enn betri félagsskap.

Áfram Breiðablik !

Mótsstjórn.

Þátttökulisti m.v. 27.jún. Ert þú búinn að skrá þig? 

Anna S. Ásgeirsdóttir
Arnar Bill Gunnarsson
Ágúst Jónsson
Baldvin Valdimarsson
Björn Brynjólfsson
Bragi Brynjarsson
Dofri Þórðarson
Edda Valsdóttir
Ellert Jónsson
Grétar Skúlason
Guðjón Már Magnússon
Guðmundur Oddsson
Guðmundur Óli Jónsson
Guðmundur Tómasson
Gunnar Gylfason
Gunnar H. Ragnarsson
Heiðar Heiðarsson
Heimir Halldórsson
Hlynur Snær Stefánsson
Hugo Rasmus
Ingvaldur Gústafsson
Jóhann Helgason
Jón Magnússon
Jón S. Garðarsson
Jón Þórir Jónsson
Júlíus Hafsteinsson
Konráð Konráðsson
Kristín Jónsdóttir
Kristján H. Ragnarsson
Kristján Jónatansson
Kristján Þór Gunnarsson
Laufey Hauksdóttir
Marinó Önundarson
María Játvarðardóttir
Málfríður Anna Gunnlaugsdóttir
Ólafur Björnsson
Petur Ómar Ágústsson
Pétur Andrésson
Rúnar Örn Grétarsson
Rögnvaldur Rögnvaldsson
Sindri Þór Kristjánsson
Sóley Stefánsdóttir
Steinunn Árnadóttir
Stefán Ingi Guðmundsson
Sveinbjörn Strandberg
Thelma Ólafsdóttir
Theodór Guðfinnson
Trausti Þór Ósvaldsson
Tryggvi Björnsson
Þórður Davíðsson
Örn Jónsson

Til baka