BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik mætir HK í Kórnum á föstudaginn

16.01.2019

,,Derby“ slagur vinaliðanna HK og Breiðabliks í meistaraflokki karla fer fram í Kórnum á morgun föstudag kl.18.15.

Leikurinn er hluti af fotbolti.net mótinu. Okkar drengir unnu nokkuð þægilegan sigur á HK í Bose mótinu fyrir jól en síðan þá hafa félagar okkar í efri byggðum verið að styrkja sig. Það má því búast við spennandi leik í Kórnum á morgun.

Þetta er annar leikur beggja liða í mótinu. HK og Grindavík gerðu1:1 jafntefli í Kórnum á föstudaginn var. Á sunnudaginn léku Blikar við ÍBV í Fífunni og unnu öruggan 4:0 sígur. Meira>

Breiðablik og HK eiga að baki 23 mótsleiki. Þar til viðbótar hafa liðin marga vináttu-og styrktarleiki. Meira>

Leikur Breiðabliks og HK á laugardaginn er því 24. mótsleikur liðanna frá upphafi og þriðji leikur liðanna í Fótbolta.net mótinu frá upphafsári mótsins árið 2011: 

Árið 2011 sigraði HK í leik í 2. umferð. Meira>

Í fyrra leiku liðin til úrslita um þriðja sæti mótsins. Blikar unnu 2:3 sigur í fjörugum leik. Meira>

Sigurvegarar Fótbolta.net mótsins frá upphafi:

2011: Keflavík
2012: Breiðablik
2013: Breiðablik
2014: Stjarnan
2015: Breiðablik
2016: ÍBV
2017: FH
2018: Stjarnan

Blikar hafa endurheimt landsliðsmennina Willum Þór Willumsson og Davíð Kristján Ólafsson. Þar að auki er Kwami Quee mættur til landsins.
Það verður gaman að sjá hvernig þjálfararnir stilla upp liðinu á morgun.

BlikarTV verður með beina útsendingu fyrir þá sem ekki geta mætt í Kórinn.

 

 

 

 

Leikur HK og Breiðabliks verður í Kórnum á föstudaginn klukkan 18:15.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka