BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik hefur samþykkt tilboð í Sverri Inga!

05.12.2013

Breiðablik hefur samþykkt tilboð norska liðsins Viking í varnarmanninn sterka Sverrir Inga Ingason en Sverrir var einmitt hjá Viking á dögunum og skoðaði aðstæður hjá norska liðinu.

Sverrir lék lykilhluvtverk í liði Breiðabliks og U21 árs liði íslands á síðustu leiktíð og hefur góð frammistaða hans ekki farið framhjá neinum.

Sverrir mun nú sjálfur ræða við Viking og ef ekkert óvænt kemur upp á mun hann ganga í raðir norska liðsins.

Knattspyrnudeild Breiðabliks

Til baka