BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik – Grótta í Lengjubikarnum í Fífunni á morgun kl.10:15!

16.02.2019

Eftir góðan sigur í Fotbolti.net mótinu 2019 er komið að næstu keppni hjá strákunum okkar. Það er Lengjubikarinn sjálfur!

Blikar hefja keppni í Lengjubikarnum 2019 þegar við tökum á móti svölum Seltirningum í Fífunni á morgun, laugardag 16. febrúar kl.10.15!

Liðin hafa mæst alls fimm sinnum í keppni frá fyrsta innbyrðis leik liðanna árið 1990. Meira >

Leikurinn í fyrramálið verður 3ja viðureign liðanna í Lengjubikarnum. Fyrrir tvær viðureignirnar voru árið 2010 og 2011. Meira >

Liðið okkar hefur verið mikið í sviðsljósi fjölmiðla að undanförnu en tveir öflugir leikmenn okkar hafa hleypt heimdraganum á síðustu dögum. Willum Þór Willumsson er að öllum líkindum á leið til hvít-rússneska stórveldisins Bate Borisov og bakvörðurinn knái Davíð Kristján Ólafsson er á leið í atvinnumennsku í Noregi.

En við eigum fullt af flottum leikmönnum sem koma í þeirra stað. Við hvetjum því Blika til að fjölmenn í góða veðrið í Fífunni og sjá strákana etja kappi við Gróttumenn!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!


 

Til baka