BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik Fylkir 2015

19.07.2015

Leikur Blika við Fylki á Kópavogsvelli á mánudagskvöldð verður 49. viðureign liðanna í opinberri keppni frá árinu 1978. Liðiðn hafa þegar mæst tvisvar á þessu ári. Fyrsti leikur Blika í Lengjubikarnum var gegn Fylki. Leikurinn endaði 0-0 sem var eina jafntefli Blika í Lengjubikarnum þetta árið. Fyrsti leikur Blika í Pepsídeildinni 2015 var gegn Fylki. Leikurinn fór fram í Lautinni í Árbænum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

2014 gera liðin jafntefli í báðum efstu deildar leikjunum. Fyrst 1-1 í Lautinni og 2-2 í seinni leiknum á Kópavogsvelli. Árið 2013 eru jöfn skipti á stigum. Blikar vinna útileikinn í Lautinni 0-1 en tapa seinni leiknum á Kópavogsvelli stórt því leiknum lauk með 1-4 sigri Fylkismanna. Árið 2012 gera liðin 1-1 jafntefli í báðum leikjunum. Árin 2009 til 2011 hafa Blikar mjög góð tök á Fylkismönnum og vinna alla leikina þá nokkuð sannfærandi. Stærstu sigrar Stærstu sigrar Fylkismann á Kópavogsvelli eru 1-6 sigur í 1. umferð árið 1996; 1-4 sigur í 18. umferð 2013 og 2-3 sigur í 20. umferð 2008.

Heilt yfir hafa liðin mæst 48 sinnum í öllum opinberum keppnum. Blikar hafa sigrað 25 sinnum á móti 11 sigrum Fylkismanna. Jafnteflin eru 12 - þar af 6 á síðustu 4 árum.

Heimavöllurinn virðist því ekki vera sérstakt vígi hjá liðunum því 8 viðureignir liðanna frá árinu 2011 hafa endað með jafntefli eða sigri útiliðsins.

Félögin hafa mæst 25 sinnum í efstu deild frá 1996. Blikar hafa unnið 10 leiki, Fylkir 8 leiki og 7 leikir hafa endað með jafntefli. Markaskorun er 71 mark sem skiptist þannig að Fylkir hefur skorað 36 mörk gegn 35 mörkum Blika.

Það verður örugglega hart barist innan vallar sem utan á Kópavogsvelli þegar leikur Breiðabliks og Fylkis hefst klukkan 19:15 á mánudagskvöld.

Áfram Breiðablik !

p.s.

Aðalfundur Blikaklúbbsins verður haldinn í veitingasalnum á 2. hæð í Smáranum mánudaginn 20. júlí kl.18.00

Til baka