BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik – ÍA í Pepsi-deildinni mánudaginn 11. júlí kl.19:15

08.07.2016

ÍA er sá andstæðingur sem Breiðablik hefur næst oftast mætt í opinberri keppni. Liðin hafa mæst 106 sinnum í opinberri keppni frá fyrsta leik liðanna árið 1965. Skagamenn hafa sigrað 60 viðureignir gegn 24 sigrum Blika og jafntefli er niðurstaðan í 22 leikjum.

Skagamenn unnu nánast alla leiki liðanna á 30 ára tímabili frá 1965 til 1995. Fyrsti sigur Blika á ÍA var leikur Litlu bikarkeppninni 16. Maí 1970. Fyrsti sigurinn í efstu deild (þá 1. deild) kom í heimaleik Blika á gamla Melavellinum í Reykjavík 9. ágúst 1972.

Í 27 opinberum leikjum liðanna frá árinu 2000 hafa Blikar unnið 11 leiki, í 8 leikjum er jafntefli niðurstaðan og 8 sinnum tapa Blikar fyrir Skagamönnum. Blikar hafa skorað 54 mörk gegn 36 mörkum ÍA. Samtals 90 skoruð mörk í 27 leikjum frá árinu 2000.

En ef úrslit í viðureignum liðanna í efstu deild frá árinu 2006 eru skoðuð kemur í ljós að vinningshlutfallið fellur með Blikum. Sigrarnir eru 5, jafnteflin 4 og 3 töp í þau 12 skipti sem liðin keppa í efstu deild frá 2006 til 2015. Skagamenn léku 1. deildinni árin 2009-2011, og aftur árið 2014. Því eru leikirnir 12 leikir á þessu 10 ára tímabili. 39 mörk eru skoruð í þessum 12 leikjum.

Blikum hefur gengið ágætlega með ÍA á Kópavogsvelli í sex heimaleikjum frá árinu 2006. Liðin gera 2-2 jafntefli árið 2006. Blikar vinna öruggan 3-0 sigur árið 2007. Vinna svo magnaðan 6-1 sigur árið 2008. Næsti heimaleikur var svo ekki fyrr en árið 2012. Þeim leik tapa Blikar 0-1 en við vinnum sannfærandi 4-1 sigur árið 2013Í fyrra sigruðu Blikar 3-1 í leik sem reyndar stefndi í 1-1 jafntefli þar til að Jonathan Glenn kom Blikum í 2-1 á 88. mín. Glenn innsiglaði svo 3-1 sigur Blika með 3ja marki sínu í leiknum á 93. mín. 24 mörk eru skoruð í þessum 6 heimaleikjum 2006-2015.

Leikur Breiðablik gegn ÍA á Kópavogsvelli á mánudaginn er 51. viðureign liðanna í efstu deild. Leikurinn hefst kl.19.15 og má búast við hörkuleik því Skagamenn hafa verið á góðri siglingu að undanförnu og m.a. lagt bæði KR og Stjörnuna að velli.

Okkar menn skruppu til Lettlands í vikunni og gerðu þar 2-2 jafntefli gegn FK Jelgava. Þrjá leiki í röð er liðið okkar er búið að skora 2 mörk í leik, en við erum að fá á okkur of mikið af mörkum.

Stuðningur áhorfenda skiptir miklu máli og í þeirri brekku sem við höfum verið í að undanförnu þá veitir ekki af stuðningi.

Við skorum á alla Blika og þá sérstaklega Kópacabana gengið að mæta og styðja við bakið á strákunum!

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

/POA

 

Til baka