BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik með auðveldan 0-7 sigur á liði BÍ/Bolungarvík

27.02.2012

Breiðablik vann auðveldan 0-7 sigur á liði BÍ/Bolungarvík í Fífunni á Laugardaginn var. Lið BÍ kom ákveðið til leikis og manni sýndist þeir ætla að selja sig dýrt. Hinsvegar köstuðu BÍ menn inn handklæðinu strax í fyrrir hálfleik og Breiðablik vaann auðveldan sigur og það þrátt fyrir að hafa notað í leiknum 9 leikmenn sem eru gjaldgengir með 2. flokki. Breiðabliksliðið sýndi mjög góða takta í leiknum og datt ekki niður á lægra plan þó svo mótstaðan væri lítil þegar leið á leikinn. Blikaliðið hélt áfram að spila sinn bolta af ákveðni og sýndi þar vonandi það sem koma skal þegar þannig aðstæður skapast. Mörkin skoruðu þeir: Árni Vilhjálmsson 2, Finnur Orri Margeirsson, Elfar Árni Aðalsteinsson, Arnar Már Björgvinsson, Gísli Páll Helgason og Tómas Óli Garðarsson.

Næst leikur Blika í Lengjubikarnum er við Fram í Kórnum klukkan 18:00 þriðjudaginn 6. mars. Þar má búast við hörku leik enda liðin sigursæl á undirbúnings tímabilinu. Bæði lið eru með 6 stig í Lengjubikarnum. Fram eru Reykjavíkurmeistarar 2012 og hafa unnið sér það til frægðar að hafa lagt Íslandsmeistara KR í þrígang á þessu ári. Breiðablik vann hinsvegra Fótbolta.net mótið en þar etja saman kappi lið á stór Faxaflóasvæðinu að frátöldum öllum Reykjavikurliðunum. Miðað við úrslit í leikjum þessara liða á undanförnum árum verður að segja að líklegustu úrslitin verði jafntefli.

Áfram Breiðablik!

Til baka