BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Breiðablik OPEN 2020 - FRESTAÐ!

05.08.2020 image

Af ástæðum sem flestum ættu að vera ljósar hefur verið ákveðið að fresta golfmótinu okkar þetta árið. 80 kylfingar höfðu þegar skráð sig til leiks og ljóst að ekki er möguleiki að halda mótið með óbreyttu sniði. Þetta var því létt ákvörðun að taka þrátt fyrir allt.

Sjáumst á Flúðum 2021


************************************

Fyrirkomulag mótsins er með hefðbundnum hætti og mæting í skála er í síðasta lagi kl.12:15.

Ræst verður af af öllum teigum kl.13:00.

Leikinn verður höggleikur og punktakeppni í karla og kvennaflokki og verðlaun verða sem hér segir;

Höggleikur - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.
Punktakeppni - verðlaun fyrir 3 efstu í karla- og kvennaflokki.
Nándarverðlaun - á öllum par 3 holum.
Verðlaun - fyrir lengsta teighögg (á braut).
Dregið úr skorkortum.

Hámarksforgjöf í karlaflokki er 24 og hámarksforgjöf í kvennaflokki er 28.

Verðlaunaafhending fer fram yfir málsverði, strax að móti loknu.

Þáttökugjald er kr. 5.000 og er málsverður innifalinn (Pizzahlaðborð)

Skráning er hafin og er tekið á móti skráningum á netfangið olibjoss(hja)gmail.com

Rita skal "Golfmót Breiðabliks 2020" í "efni/subject" og í póstinum þarf að koma fram nafn þátttakanda ásamt aðildarnúmeri hjá golfklúbbi, símanúmeri og/eða netfangi.
Ennfremur skal taka fram ef fólk óskar eftir skráningum saman í holl. 

Mótið er öllum opið og sem fyrr lofum við góðri skemmtun og ákjósanlegu veðri.

Uppselt var í mótið í fyrra.

Áfram Breiðablik !

Myndaveisla frá mótinu í fyrra HÉR

image

Kampakátir sigurvegarar Breiðablik Open 2019.

Til baka