BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

Brassi til Blika!

22.02.2016

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Daniel Bamberg hefur gert eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðablik. Daníel sem er 31 ára miðjumaður/framherji hefur undanfarin ár spilað í efstu deild í Noregi og Svíþjóð. Hann hefur meðal annars spilaði með Norrköping og Örerbro í Svíþjóð en undanfarin ár hefur hann leikið með Haugasund í norsku efstu deildinni. Hann á að baki 248 leiki í efstu deild og hefur skorað 52 mörk. 

Daníel er staddur í Brasilíu en ætti að koma til okkar í Kópavoginn  mjög fljótlega.

Nánar um Daniel.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Til baka