BOSE Bikarinn 2023: Breiðablik - Víkingur R.
07.12.2023
Breiðablik hefur tvisvar unnið BOSE Bikarinn. Árið 2021 og 2017 þegar þessi mynd er tekin. Fossvogsliðið hefur unnið mótið einu sinni árið 2014.
Það er við hæfi að næsti leikur, og jafnframt síðasti keppnisleikur Blikaliðsins á Íslandi á þessu ári, sé leikur gegn Reykjavíkur Víkingum í úrslitum BOSE Bikarsins 2023. Flautað verður til leiks á Kópavogsvelli kl.19:00 á föstudag.
Þetta verður 5. viðureign liðanna á árinu og 4. heimsókn Víkinga á Kópavogsvöll. Leikir liðanna á Kópavogsvelli til þessa á árinu 2023 eru: 3:2 sigur okkar manna í Meistarakeppninni í apríl: 3:1 sigur í úrslitakeppninni í lok september, og 2:2 jafnteflið í 10. umf 2. júní. Eini tapleikuirnn var 5:3 tapið í Víkinni í 21. umf þegar lykilmenn liðsins voru hvíldir vegna leikjálags í umspilseinvíginu við FC Struga. Markatalan í leikjunum fjórum er 11 blikamörk gegn 10.
Bikar (les. BOSE græjur í klefann) er í boði eftir leik á Kópavogsvelli á föstudagskvöld. Verða það Blikar sem vinna mótið í þriðja sinn eða klófesta Víkingar BOSE græjur í nyja klefann í Víkinni.
Leiðin í úrslit:
KR-ingar voru ekki mikil fyrirstaða fyrir frískt Blikalið í BOSE Bikarnum. Lokatölur voru 6:1 fyrir okkar menn og skoruðu bæði Jason Daði og Ágúst Hlyns þrennu í leiknum.
Opnunarleikur mótsins í ár var leikur okkar manna gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli 18. nóvember þegar Blikaliðið vann sannfærandi 3:0 sigur.
Leikir í BOSE æfingamótinu eru nauðsynlegur og kærkominn undirbúningur fyrir leiki okkar manna í riðlakeppni Sambandsdeildar UEFA, en síðasti leikur Blikaliðsins í keppninni verður gegn Zorya Luhansk á Arena Lublin vellinum í Póllandi 14. desember kl. 20:00!
Áhugaverður punktur er að undirbúningur yfirstandandi keppnistímabils hjá Blikaliðinu hófst einmitt með leik í BOSE-mótinu laugardaginn 3. desember í fyrra. Breiðablik er því fyrsta liðið í sögu BOSE-mótsins til að taka þátt í tveimur BOSE-mótum á einu og sama keppnistímabili.
BOSE Bikarinn síðan 2012
Ellefu ár eru síðan BOSE Bikarinn hóf göngu sína sem æfingamót - spilað í nóvember og desember. Aðeins tvö félög, KR og Breiðablik, hafa unnið mótið oftar en einu sinni
Árið 2012. Fjölnir, Fylkir, Valur og Þróttur tóku þátt í fyrsta mótinu árið 2012. BOSE Meistari: Fylkir
Árið 2013. Breiðablik tók fyrst þátt í mótinu 2013. Önnur lið það ár: KR, Fylkir og Fjölnir. BOSE Meistari: KR
Árið 2014. Þáttökulið: Stjarnan, KR, Víkingur R. og Fjölnir. BOSE Meistari: Víkingur R.
Árið 2015. Liðum fjölgað í 6. Sigurvegarar riðlanna spila til úrslita, liðin í 2. sæti spila um 3. sætið og liðin í 3 sæti spila um 5. sætið. Liðin: Víkingur R., Fjölnir, Stjarnan, FH, KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Stjarnan
Árið 2016. Dregið í riðla í höfuðstöðvum Nýherja. Liðin: FH, KR, Stjarnan, Fjölnir, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Fjölnir
Árið 2017. LIðin sem tóku þátt: FH, Fjölnir, KR, Stjarnan, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Breiðablik
Árið 2018. HK tók þátt í fyrsta sinn. Liðin eru: FH, HK, KR, Víkingur R., Stjarnan og Breiðablik. BOSE Meistari: KR
Árið 2019. Átta lið tóku þátt. Og BOSE Bikar kvenna kynnt í fyrsta sinn með þátttöku Vals, FH, Keflavík og KR. Hjá körlunum bættust Valur og KA í hópinn. Liðin átta 2019: KA, Stjarnan, Valur, FH, Grótta, Víkingur R., KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Valur
Árið 2020. COVID-19
Árið 2021. Sex lið eru skráð til leiks: KR, Stjarnan, FH, Valur, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Breiðablik
Árið 2022. Sex lið skráð til keppni. KR, Fram, Víkingur R, Stjarnan, Valur og Breiðablik. BOSE Meistari: KR
Árið 2023. Sex lið skráð til keppni. KR, FH, Víkingur R, Stjarnan, Valur og Breiðablik. BOSE Meistari: ?