BLIKAR.IS STUÐNINGSMANNAVEFUR

BOSE Bikarinn 2023

15.11.2023 image

Breiðablik hefur tvisvar unnið BOSE Bikarinn - fyrst árið 2017.

Fyrirkomulag BOSE Bikarsins 2023.

Opnunarleikur mótsins er leikur okkar manna gegn Stjörnumönnum á Kópavogsvelli kl. 12:00 á laugardaginn. Leikurinn um helgina gegn Stjörnunni, og líka leikurinn gegn KR föstudaginn 24. nóvember, er kærkomin og nauðsynleg æfing fyrir næsta verkefni okkar manna í Sambandsdeildinni 30. nóvember. 

Áhugaverður punktur er að undirbúningur yfirstandandi keppnistímabils hjá Blikaliðinu hófst einmitt í Bose-mótinu laugardaginn 3. desember í fyrra. Breiðablik er því fyrsta liðið í sögu Bose-mótsins til að taka þátt í tveimur Bose-mótum á sama tímabilinu.

Riðill 1
Víkingur
Valur
FH

Riðill 2
Stjarnan
Breiðablik
KR

laugardagurinn 18. nóvember
12:00 Breiðablik - Stjarnan (Kópavogsvöllur) Riðill 2

föstudagurinn 24. nóvember
19:00 Breiðablik - KR (Kópavogsvöllur) Riðill 2

Leikir um sæti fara fram 12. - 16. desember

Sigurvegari BOSE Bikarsins fær að launum frábæran BOSE hátalara fyrir félagið sitt.

BOSE Bikarinn síðan 2012

Ellefu ár eru síðan BOSE Bikarinn hóf göngu sína sem æfingamót - spilað í nóvember og desember. Aðeins tvö félög, KR og Breiðablik, hafa unnið mótið oftar en einu sinni

Árið 2012. Fjölnir, Fylkir, Valur og Þróttur tóku þátt í fyrsta mótinu árið 2012. BOSE Meistari: Fylkir

Árið 2013. Breiðablik tók fyrst þátt í mótinu 2013. Önnur lið það ár: KR, Fylkir og Fjölnir. BOSE Meistari: KR

Árið 2014. Þáttökulið: Stjarnan, KR, Víkingur R. og Fjölnir. BOSE Meistari: Víkingur R.

Árið 2015. Liðum fjölgað í 6. Sigurvegarar riðlanna spila til úrslita, liðin í 2. sæti spila um 3. sætið og liðin í 3 sæti spila um 5. sætið. Liðin: Víkingur R., Fjölnir, Stjarnan, FH, KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Stjarnan

Árið 2016. Dregið í riðla í höfuðstöðvum Nýherja. Liðin: FH, KR, Stjarnan, Fjölnir, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Fjölnir

Árið  2017. LIðin sem tóku þátt: FH, Fjölnir, KR, Stjarnan, Víkingur R. og Breiðablik. BOSE Meistari: Breiðablik

Árið 2018. HK tók þátt í fyrsta sinn. Liðin eru: FH, HK, KR, Víkingur R., Stjarnan og Breiðablik. BOSE Meistari: KR

Árið 2019. Átta lið tóku þátt. Og BOSE Bikar kvenna kynnt í fyrsta sinn með þátttöku Vals, FH, Keflavík og KR. Hjá körlunum bættust Valur og KA í hópinn. Liðin átta 2019: KA, Stjarnan, Valur, FH, Grótta, Víkingur R., KR og Breiðablik. BOSE Meistari: Valur

Árið 2020. COVID-19

Árið 2021. Sex lið eru skráð til leiks: KR, Stjarnan, FH, Valur, Víkingur R. og BreiðablikBOSE Meistari: Breiðablik

Árið 2022. Sex lið skráð til keppni. KR, Fram, Víkingur R, Stjarnan, Valur og Breiðablik. BOSE Meistari: KR

PÓÁ

image

Til baka